Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Vefpressunnar, verður með þáttinn sinn Eyjuna á sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Í gær var greint frá því að Vefpressan væri að kaupa ÍNN og staðfestir Björn Ingi það í samtali við Morgunblaðið.
Sjá einnig: Pressan ehf. tekur yfir rekstur ÍNN, Ingvi Hrafn verður áfram með Hrafnaþing
„Það er erfitt að reka fjölmiðla á Íslandi og þegar við bætist að vitlaust er gefið þá er ekki skrýtið að menn leiti allra leiða til hagræðingar,“ segir Björn Ingi í samtali við Morgunblaðið.
Gert var samkomulag um að trúnaður sé um kaupverðið.
Tilkynng hefur verið um yfirtöku Vefpressunnar á ÍNN til fjölmiðlanefndar.