Auglýsing

Myndband: Kvennaathvarfið gefur út teiknimynd sem hjálpar börnum að skilja heimilisofbeldi

Kvennaathvarfið hefur sent frá sér teiknimyndina Tölum um ofbeldi sem á að hjálpa börnum að skilja hvað heimilisofbeldi er og hvað sé hægt að gera í því. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra samtaka um kvennaathvarf, segir í samtali við Nútímann að myndbandið upprunalega hafa verið gert fyrir krakkana sem koma til þeirra í Kvennaathvarfinu.

Myndin leggur meðal annars áherslu á að heimilisofbeldi sé aldrei barninu að kenna og lýsir hvaða tilfinningar geta komið upp hjá börnum sem búa við slíkar aðstæður. Sömuleiðis að barnið átti sig á því hvenær um heimilisofbeldi er að ræða og hvernig barnið eigi að segja frá.

„Okkur fannst vanta aðgengilegt og vel framsett fræðsluefni fyrir börn um heimilisofbeldi,“ segir Sigþrúður.

Við áttuðum okkur á því að við þyrftum að sinna börnunum í athvarfinu betur. Við ákváðum að búa til efni sem fræðir börnin á einfaldan hátt um heimilisofbeldi.

Myndin er gerð fyrir fé sem Jón Gnarr lét renna til Kvennaathvarfsins í árslok 2014 eftir að hafa hlotið Friðarverðlaun Lenno Ono-sjóðsins. Jón Gnarr talar einnig inn á myndina.

Sigþrúður segir það ekki vera nóg að einungis börnin skilji hvað heimilisofbeldi og að þau eigi að segja frá heldur þurfa fullorðnir að opna umræðuna. Þar spila stofnanir sem sinna börnum lykil hlutverki.

„Við áttuðum okkur á því að erindið ætti við víðar og fleiri ættu að skilja þessa hluti, börn og fullorðnir,“ segir Sigþrúður

„Nýlega fengum við styrk frá Jafnréttissjóði til þess að geta geta fylgt eftir teiknimyndinni með kynningu á efninu í grunnskólum og öðrum stofnunum sem vinna með börnum. Við erum nú þegar byrjuð að kynna efnið í skólum landsins.

Sigþrúður vill leggja áherslu á mikilvægi þess að fullorðnir viti hvernig eigi koma börnunum til aðstoðar. Það sé mikilvægt því til hvers ætti barnið að segja frá ef enginn er tilbúinn að hlusta á það? „Við erum að nota styrkinn frá Jafnréttissjóði til þess að kynna efnið til þeirra sem vinna með börnum frá degi til dags um hvernig þau eiga að aðstoða börnin og hverju þau eigi að bregðast við.“

Myndina má sjá í heild hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing