Íslensku landslagi bregður fyrir í nýrri kítlu, eða trailer, fyrir kvikmyndina Rogue One: A Star Wars Story sem frumsýnd verður næstkomandi jól. Rogue One er þó ekki hluti af Stjörnustríðsbálkinum heldur er einskonar „spin off“. Rúv greindi fyrst frá.
Star Wars Death Troopers in Iceland https://t.co/YWdZ6R2hPG pic.twitter.com/MkIxXjcS8D
— Iceland Offer (@IcelandOffer) June 25, 2016
Rogue One: A Star Wars Story gerist fyrir fyrstu stjörnustíðsmyndina og segir frá hópi upreisnarliða sem ætla sér að stela teikningum af Helstirninu.
Þetta er ekki í fyrsta framleiðendur stjörnustíðsmyndanna taka upp hluta myndanna hér á landi en Star Wars: The Force Awakens, sem kom út síðustu jól, var einnig tekin upp hér á landi.
Tökur á myndinni fóru fram á Hjörleifshöfða og Hafursey í september árið 2015 og var framleiðslukostnaður myndarinnar hér á landi um 250 milljónir.