Auglýsing

Íslenskt landslag kemur fyrir í nýjum trailer úr myndinni Rogue One: A Star Wars Story

Íslensku landslagi bregður fyrir í nýrri kítlu, eða trailer, fyrir kvikmyndina Rogue One: A Star Wars Story sem frumsýnd verður næstkomandi jól. Rogue One er þó ekki hluti af Stjörnustríðsbálkinum heldur er einskonar „spin off“. Rúv greindi fyrst frá.

Rogue One: A Star Wars Story gerist fyrir fyrstu stjörnustíðsmyndina og segir frá hópi upreisnarliða sem ætla sér að stela teikningum af Helstirninu.

Þetta er ekki í fyrsta framleiðendur stjörnustíðsmyndanna taka upp hluta myndanna hér á landi en Star Wars: The Force Awakens, sem kom út síðustu jól, var einnig tekin upp hér á landi.

Tökur á myndinni fóru fram á Hjörleifshöfða og Hafursey í september árið 2015 og var framleiðslukostnaður myndarinnar hér á landi um 250 milljónir.

Kítluna má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing