Hljómsveitn Maroon 5 hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Don’t Wanna Know. Lagið er byggt á tölvuleiknum Pokemon Go sem hefur notið gífurlega mikilla vinsælda víða um heim.
Í myndbandinu má sjá aðalsöngvara hljómsveitarinnar, Adam Levine, klæddan sem einskonar pöddu sem er að reyna að komast yfir ástarsorg. Paddan er greinilega enn skotin í öðrum Pokémon sem leikinn er af Söruh Silverman.
Pokémonarnir þurfa reglulega að flýja mannfólkið sem hleypur á eftir þeim til að reyna að fanga þá.