Auglýsing

Íslenska þjóðfylkingin kærir skemmdarverk á framboðinu og stuld á meðmælalistum

Íslenska þjóðfylkingin ætlar að leggja fram kæru til landskjörstjórnar vegna þeirra „skemmdarverka“ sem fjórir einstaklingar eru sagðir hafa unnið á framboðum flokksins í öllum kjördæmum.

Einnig verður lögð fram kæra til lögreglu eftir helgi vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. Formaður flokksins telur að ef þeir hefðu skilað sér, hefði flokkurinn getað boðið fram í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi en það varð ekki raunin.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu flokksins en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Helgi Helgason, formaður flokksins, birti færsluna í gærkvöldi. Þar segir að stórsigur hafi unnist í gær en framboð flokksins hafi verið samþykkt í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi.

„Skemmdarverkafólkið sem reyndi að koma í veg fyrir að flokkurinn gæti boðið fram gekk ekki eftir. Nýleg kosningalög gera það að verkum að fólk í öðrum kjördæmum getur kosið flokkin utankjörstaðar án þess að færa lögheimili sitt en látið atkvæðið renna til flokksins í þessum kjördæmum. Við munum setja nánari leiðbeiningar um það á vefinn,“ segir í færslu Helga.

Þá ætlar flokkurinn að leggja fram tvennar kærur, annars vegar til andskjörstjórnar og hins vegar til lögreglu.

„Við erum líka að senda inn kæru til Landskjörstjórnar í kvöld út af þeim skemmdarverkum sem fjórmenningarnir unnu á framboðum í öllum kjördæmum og munum jafnframt leggja fram kæru til lögreglu eftir helgi vegna stulds á meðmælalistum sem eru í eigu flokksins og hefðu getað gert það að verkum að við næðum í gegn í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi,“ skrifar Helgi einnig.

Fjörugar umræður hafa skapast í hópnum eftir að Helgi deildi færslunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing