Söngkonan Azealia Banks kært Russell Crowe fyrir líkamsárás. Þetta kemur fram á vef Pitchfork. Hún sakar Crowe um að kyrkja sig og hrækja á sig þegar hann henti henni út úr partíi í Beverly Hills. Þá sakar hún Crowe um kynþáttafordóma.
Samkvæmt Pitchfork á Russell Crowe að hafa reiðst eftir að hún hótaði honum og gestum í hótelsvítu þar sem partíið fór fram. Í frétt Pitchfork kemur fram að hún hafi spurt Crowe og konu sem var með honum hvort þau myndu ekki elska það ef hún myndi brjóta glas og stinga þau í hálsinn.
Því næst á hún hafa reynt að grípa glas.
Crowe á þá að hafa rokið til og hent henni út úr partíinu með fyrrgreindum afleiðingum. Öryggisverðir fylgdu henni svo af svæðinu.