Auglýsing

Leikstjóri Star Wars: The Force Awakens ræðir atriðið þar sem Han Solo var rekinn á hol af syni sínum

Þau sem hafa séð kvikmyndina Star Wars: The Force Awakens muna líklega vel eftir atriðinu þar sem Han Solo reynir að sannfæra son sinn Ben, eða Kylo Ren, um að koma með sér og hætta að aðstoða illu öflin, eða Fyrstu regluna (e. First order)

Í myndinni hefur Fyrsta reglan sett sér það markmið að steypa Nýja lýðveldinu (e. New Republic) af stóli og ná aftur stjórn yfir vetrarbrautinni.

Undir lok myndarinnar reynir Solo að tala um fyrir syni sínum. Þeir ræða saman á örmjörri brú í mikilli hæð og þegar faðirinn virðist vera að ná til sonar síns rekur sá síðarnefndi hann á og steypist Solo fram af brúnni. Líklegt verður að telja að hann hafi látið lífið.

Rifjum aðeins upp atriðið.

Leikstjóri myndarinnar, J. J. Abrams, segist hafa fengið margar spurningar frá fólki sem vill vita hvort hann haldi að Ren hafi verið að spila með föður sinn allan tímann eða hvort hann hafi skyndilega ákveðið að myrða hann á brúnni.

Hann hefur nú útskýrt málið.

„Sannleikurinn er sá að á þessari stundu held ég að Kylo Ren hafi í raun verið sannfærður um að ganga í burtu frá þessu,“ segir Abrams. Þannig hafi Ren í alvöru velt fyrir sér að snúa aftur til ljóssins en kraftar myrku hliðarinnar hafi verið of miklir.

Abram bætir við að hann telji að Ren viti að leiðtogi Fyrstu reglunanr (e. Supreme Leader Snoke) sé að nota hann. „En ég held að hann geti ekki tekið því. Hann er kominn of langt,“ segir hann.

Leikstjórinn vill þó meina að hann hafi varað áhorfendur við. Í hvert skipti sem tvær persónur í Star Wars fara út á ótrúlega mjóa brú langt fyrir ofan jörðu endi það ekki vel.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing