Donald Trump og Hillary Clinton tókust á í þriðju og síðustu kappræðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Eins og við var að búast varð engin breyting á hegðun Donald Trump og hélt hann áfram að ljúga, svara barnalega og með dónaskap í garð Hillary Clinton.
Örskýring: Níu konur saka Donald Trump um kynferðisbrot
Kosningarnar fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fylgi Trump hefur minnkað undanfarið eftir að níu konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi. Þá kom fram 11 ára gamalt myndband á dögunum þar sem hann segist komast upp með allt vegna frægðar sinnar, meðal annars að grípa konur í píkuna.
Nútíminn tók saman brot af því sem kom fram í kappræðunum í nótt.
Trump er ekki tilbúinn að sætta sig við niðurstöður kosninganna ef hann tapar
Trump haldur því fram að úrslitunum verði hagrætt í þágu Hillary Clinton og segist hafa heimildir fyrir því. NBC leiðrétti þá fullyrðingu hjá Donald Trump.
Trump svarar Hillary Clinton á barnalegan hátt
Í myndbandinu hér fyrir neðan segir Hillary Clinton að Vladimir Putin, forseti Rússlands, vilji fá Trump sem forseta þar sem hann yrði strengjabrúðan hans. Trump svarar einfaldlega: „Nei, þú ert strengjabrúðan.“
Donald Trump: „Svo viðbjóðsleg kona“
Donald Trump grípur fram í fyrir Hillary Clinton og kallar hana viðbjóðslega konu. Clinton lætur eins og hún hafi ekki heyrt í Trump.
Þar sem allar þrjár kappræðurnar hafa verið eins og raunveruleikasjónvarp fylgir með fréttinni myndband þar sem búið að er að tala inn á aðrar kappræður Trump og Clinton.