Leikin saga sem tengist kvikmyndinni óbeint Grimmd verður sýnd á Nova-snappinu (Novaisland) í dag, sama dag og myndin er frumsýnd. Hér má sjá stiklu úr myndinni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nova.
Grimmd er ný íslensk spennumynd sem segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk og í einbeittri rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur þegar hræðileg atriði í máli stúlknanna koma upp á yfirborðið.
Hliðarsaga úr kvikmyndinni Eiðurinn eftir Baltasar Kormák var sýnd á Nova-snappinu snemma í síðasta mánuði og vakti hún gríðarlega mikla athygli.
Sjá einnig: Sjáðu Snapchat-sögu Nova sem lagði internetið á hliðina: „Við erum alls ekki að upphefja þennan lífsstíl“