Auglýsing

Björgvin Páll á leið heim og gengur til liðs við Hauka: „Ástæðan er einföld. Mig langar það!“

Handbolta- og landsliðsmaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er á leið heim frá Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni og hefur gert tveggja ára samning við Hauka.

Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Björgvin Páll segist hafa spurt sig að einfaldri spurningu: „Hvað myndir þú gera ef peningar skiptu engu máli?“ og segist hann alltaf hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann langi að fara til Íslands.

„Mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ skrifar hann.

Björgvin Páll segir tímasetningu ákvörðunarinnar frekar óvenjulega þar sem tímabilið er nýhafið í Þýskalandi og miklar hreyfingar séu á markmannsmarkaðinum í Evrópu næstu fimm til sex mánuðina.

„Ég var hins vegar það sáttur með þessa ákvörðun að ég var tilbúinn að taka hana strax og gaf frá mér ýmsa nokkuð spennandi kosti, sem ég hefði ekki trúað fyrir stuttu síðan að ég myndi gefa frá mér,“ segir hann einnig.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing