Auglýsing

Baráttusamtök í Bretlandi segja atriði í Poldark sýna nauðgun: „Sendir hræðileg skilaboð“

Atriði í þættinum Poldark, þar sem nauðgun virðist eiga sér stað, hefur verið gagnrýnt í Bretlandi. Samtök sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi segja að atriðið sendi hræðileg skilaboð. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þátturinn var á dagskrá á BBC í Bretlandi um helgina en RÚV sýnir Poldark hér á landi. Þau sem fylgjast með þáttunum ættu ekki að lesa lengra, vilji þau ekki vita meira um hvað gerist í þáttum sem á eftir að sýna hér á landi.

Í umræddu atriði riðst Poldark inn í svefnherbergi Elizabeth, sem leikin er af Heiðu Rún Sigurðardóttur, og krefst þess að hún hætti við brúðkaup sitt og George Warleggan, óvinar síns. Hún segir honum að fara en þá reynir hann tvisvar að kyssa hana á meðan hún ýtir honum í burtu.

Hann lítur svo á Elizaberth sem segir: „Þú dirfist ekki. Þú dirfist ekki.“ Hann svarar: „Ég myndi, Elizabeth. Og þú líka“ áður en hann ýtir henni á rúmið þar sem hún virðist fallast á að stunda með honum kynlíf.

Sarah Green, sem er í forsvari fyrir samtökin End Violence Against Women, segir skilaboðin sem atriði sendir hræðileg. „Þau sýndu kynlíf án samþykkis á tvíræðan hátt með því að láta hana skipta um skoðun,“ segir hún í samtali við BBC.

Andrew Graham, sonur höfundarins Winston Graham, segir að atriðið sé fullkomlega í takti við það sem kemur fram í bók föður hans. „Það er engin nauðgun í sögunni. Það er mistúlkun á texta föður míns,“ segir hann.

BBC hefur fengið 17 kvartanir og sex kvartanir í viðbót hafa borist til Ofcom, einskonar fjölmiðlanefndar Bretlands.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing