Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í nýrri könnun, fleiri taka afstöðu en áður

Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,15% fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en 23,7% sögðust ætla að kjósa flokkinn í síðustu viku.

Alþingiskosningar fara fram á laugardaginn. Könnunin var gerð í gær og í fyrrakvöld.

Píratar eru næststærsti flokkurinn með 20,3% fylgi. Tapar flokkurinn lítillega fylgi á milli vikna en í síðustu viku mældist hann með 20,7% fylgi í könnun fjölmiðlanna.

Vinstri græn eru með 16,4% fylgi en mældust með 16,2% fylgi í síðustu viku.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi á milli vikna. Í nýjustu könnuninni mælist hann með 11,2% fylgi en í síðustu viku með 8,5%.

Viðreisn mælist nú með 10,8% fylgi en með 6,6% fylgi í síðustu viku.

Samfylkingin mælist með 6% fylgi en var með 6,5% fylgi í síðustu viku.

Björt framtíð mælist með 5,1% fylgi en var með 7,4% í síðustu viku.

Fleiri taka afstöðu í þessari könnun en fyrri könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 76,6%. Í könnun sem gerð var fyrir viku tóku 68% svarenda afstöðu.

Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var 71,2%.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing