Auglýsing

Húsnæði Laundromat á Laugarásvegi til sölu, fá ekki leyfi til að opna staðinn vegna andstöðu nágranna

Húsnæði The Laundromat Café á Laugarásvegi 1 er komið á sölu. Veitingastaðurinn hefur aldrei verið opnaður í húsinu vegna andstöðu íbúa á efri hæðum hússins.

Þetta staðfestir Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi Laundromat, í samtali við Nútímann.

Í vor var tilkynnt að The Laundromat Café á Íslandi hafi fest kaup á húsnæðinu að Laugarásvegi 1 þar sem efnalaugin Katla var til húsa um langt árabil. Stefnt var að því að opna kaffihús eins og það sem rekið er í Austurstræti, með aðstöðu fyrir viðskiptavini til að þvo af sér föt. The Laundromat Café hefur ekki fengið framkvæmdaleyfi og þar með ekki rekstrarleyfi vegna þess að samþykki nágranna liggur ekki fyrir.

„Við erum ekki búin aða ákveða að selja, við ákváðum að fá verðmat á eignina. Í kjölfarið ætlum við að sjá hvaða viðbrögð við fáum. Ef við fáum fínt tilboð þá skoðum við það,“ segir Jóhann Friðrik.

Hann segir að íbúar hússins séu búin að bíta fast í sig að þau vilji ekki kaffi hús á neðri hæðina.

Það ætla að gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir það.

Jóhann Friðrik segir að fyrst hafi íbúarnir verið tilbúnir að gefa leyfi sem þurfti til að opna staðinn ef opnunartímanum yrði breytt, þ.e. styttur verulega til samræmis við annan veitingastað í húsinu. Hann segist hafa barist á móti því lengi en þó samþykkt það að lokum. Þá hafi íbúarnir aftur á móti sagt nei.

Um 20 milljónir hafa farið í framkvæmdir á húsinu.

Jóhann Friðrik viðurkennir að farið hafi verið í framkvæmdir án þess að leyfi leyfi vegna veitingareksturins í húsnæðinu lægi fyrir.

„Við héldum að við myndum fá leyfi, verandi að opna við hliðina á tveimur veitingastöðum. Auðvitað er hægt að segja að við hefðum ekki átt að byrja án þess að hafa leyfi. En verandi búin að kaupa atvinnuhúsnæði, héldum við að við myndum klárlega fá leyfi,“ segir hann.

Jóhann Friðrik hefur þó ekki gefið upp alla von um að málið leysist. Hann segir það enn til skoðunar og er vongóður um að allt fari vel að lokum.

Húsið er til sölu á tæplega fjörutíu milljónir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing