Sjálfstæðisflokkurinn bar sigur úr bítum í „Alhringiskosningum“ Dunkin’ Donuts en keppnin hefur verið í gangi síðustu daga.
Starfsmenn kaffihúsanna útbjuggu súkkulaðifyllta hringi með merkjum flokkanna sem eru í framboði í Alþingiskosningunum.
Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Dunkin’ Donuts á Íslandi, Sigurði Karlssyni, virtust viðskiptavinirnir mjög ákveðnir þegar þeir keyptu hring merktan þeim flokki sem þeir ætla að kjósa. Var sumum mikið niðri fyrir þegar tjáðar voru skoðanir á stjórnmálunum.
Niðurstöðurnar má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni. Það er spurning hvort að þessi óvísindalega rannsókn, ef svo má að orði komast, gefi einhverja mynd af niðurstöðu Alþingiskosninganna. Sjáum hvað setur.