Auglýsing

Oddný G. Harðardóttir segir af sér sem formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson tekur við

Odd­ný G. Harðardótt­ir, formður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur ákveðið að segja af sér for­mennsku í kjöl­far fylg­istaps flokks­ins í þing­kosn­ing­un­um. Logi Einarsson varaformaður flokksins tekur við formennsku í flokknum.

Þetta til­kynnti hún að lokn­um fundi með Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, á Bessa­stöðum nú fyrir skömmu.

Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 að loknum fundi hennar með Guðna. 

Hún segir ákvörðunina vera sína og hún haldi áfram að vera jafnaðarmaður og sitja á Alþingi.

Í yfirlýsingu Oddnýjar segir hún meðal annars að hún hafi tekið við formennskunni fyrir fimm mánuðum á miklum erfiðleikatímum í flokknum. Ekki hafi náðst að snúa við erfiðri stöðu flokksins á þeim stutta tíma og niðurstaða kosninganna sé henni mikil vonbrigði.

„Afgerandi niðurstöður kosninganna kalla hins vegar á afgerandi viðbrögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar,“ sagði hún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing