Íslenskir þingmenn eru þeir launahæstu á Norðurlöndunum eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í gær um tæplega 340 þúsund krónur. Með launahækkuninni fara íslenskir þingmenn frá því að vera með lægstu laun þingmanna á Norðurlöndunu yfir í þau hæstu.
Ákvörðun kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna ríkisins hefur vakið mikla athygli. Þingfararkaup óbreyttra þingmanna hækka mest eða um tæp 45 prósent, fara úr 762.940 krónum í 1.101.194 krónur.
Lestu einnig: Laun þingmanna hafa hækkað þrisvar sinnum á einu ári, 70 prósent hækkun frá því í nóvember
Nútíminn kannaði laun þingmanna á Norðurlöndunum. Í Finnlandi eru mánaðarlaun þingmanna 6.407 evrur eða um 793.076 krónur. Finnskir þingmenn eru því með lægstu laun allra þingmanna á Norðurlöndunum.
Á eftir þeim koma Sænskir þingmenn en þeir eru með mánaðarlaun upp á 63.800 sænskar krónur eða 800.062 krónur. Danskir þingmenn eru með 53.195 danskar krónur á mánuði eða 884.500 krónur.
Þingmenn í Noregi narta svo í hæla þeirra íslensku. Þeir eru með 906.908 norskar krónur á mánuði eða 1.033.014 krónur.
Listann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan
- Ísland – 1.101.194 kr.- á mánuði
- Noregur – 1.033.014 kr.-
- Danmörk – 884.500 kr.-
- Svíþjóð – 800.062 kr.-
- Finnland – 793.076 kr.-