Auglýsing

Ronda Rousey að hætta í UFC, næsti bardagi verður einn af hennar síðustu

Bardagakonan Ronda Rousey tilkynnti í spjallþætti Ellenar Degeneres í gær að næsti bardagi hennar verði með þeim síðustu. Horfðu á viðtalið hér fyrir neðan.

Ronda er fyrrverandi bantamvigtarmeistari bardagasambandsins UFC og er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir næsta bardaga sinn gegn Amanda Nunes á bardagakvöldinu UFC 207 sem fer fram 30. desember.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Ronda ætli að fara að segja þetta gott og leggja hanskana á hilluna. Hún staðfestir orðróminn í viðtalinu hjá Ellen.

Margir stuðningsmenn Rondu vilja sjá hana mæta Holly Holm áður en hún hættir og bæta upp fyrir tapið í bardagaum um bantamvigtartitil UFC fyrir ári síðan.

Viðtalið má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing