Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að hefja daginn á því að funda með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu. Þetta kemur fram á Vísi.
Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær og freistar þess nú að mynda nýja ríkisstjórn. Á Vísi kemur fram að eftir fundinn með Katrínu ætli hann ræða við formenn hinna flokkanna eftir þingstyrksröð. Hann hyggst því hitta Píratana eftir fundinn með VG. Svo Viðreisn, Bjarta framtíð og loks Samfylkinguna.
Bjarni fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í gær.