Auglýsing

Ástralskur unglingur höfðar meiðyrðamál vegna umfjöllun um meme, maðurinn með „sítt að aftan“

Ástralskur unglingur hefur höfðað meiðyrðamál gegn nokkrum fjölmiðlum sem eiga það sameiginlegt að hafa fjallað töluvert um hann eftir að svokallað meme, þar sem mynd af honum er uppistaðan, náði mikilli útbreiðslu á internetinu á síðasta ári.

Hugtakið meme er notað yfir mynd sem nær gríðarlegri útbreiðslu á internetinu á gríðarlega skömmum tíma og grínið er oft á kostnað þess sem er á myndinni.

BBC fjallar um málið. 

Ali Ziggi Mosslmani var í afmæli hjá vini sínum á síðasta ári þegar myndin var tekin af honum þar sem hann var að dansa við stúlku. Ljósmyndarinn birti hana á Facebook og fór hún strax á flug. Það sem vakti athygli var hár han,s en hann er með sítt að aftan en annað hár á höfði hans hafði verið rakað af.

Ellefu þúsund manns hafa skrifað athugasemd við myndina og hafa margir búið til meme með henni.

Mosslmani hefur höfðað meiðyrðamál gegn Sydney’s Daily Telegraph, The Daily Mail og Austrian Radio Network. Hann segir að umfjöllun þeirra um úrbreiðslu hins svokallaða meme hafi málað upp ljóta mynd af honum og haft hann athlægi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing