Donald Trump er næsti forseti Bandaríkjanna. Hann hlaut 290 kjörmenn af 538. Kannanir síðustu daga höfðu sýnt að Hillary Clinton færi með sigur af hólmi.
Trump sagði í sigurræðu sinni að Clinton hefði hringt í sig og viðurkennt ósigur sinn.
Margir eru með skjálfta og flökurleika…
Læk ef þú ert með skjálfta. RT ef þér er líka flökurt. #uskos16
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) November 9, 2016
Auddi? AUDDI?!?
Er þetta ekki allt bara lengsti þáttur sögunnar af "Tekinn"?
Auddi, it's not funny lengur.. #uskos16
— Karitas Harpa (@karitasharpa) November 9, 2016
Maður vissi að Bandaríkin væru full af fáfræði, fordómum, kvenfyrirlitningu og hatri… en vá! #uskos16
— Björn Bragi (@bjornbragi) November 9, 2016
Ég held að mannkynið hafi gott af því að taka persónulegan dag í dag #uskos16
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) November 9, 2016
Þegar þú áttar þig á að þú þarft að senda Donald Trump heillaóskir. #uskos16 pic.twitter.com/ZRQOpMpGNP
— Gunnar Dofri (@gunnardofri) November 9, 2016
Er fólk að fara að streyma til Kanada?
Ríkisstjórn Kanada heldur úti síðu með upplýsingum um umsóknir um ríkisborgararétt. Hún hrundi í nótt. #uskos16
— Hildur ♀ (@hillldur) November 9, 2016
Í þetta skipti vonast fólk ekki eftir breytingum…
Venjulega eftir úrslit kosninga vonar maður að einhverjir hlutir breytist til hins betra,nú vona ég bara að hann breyti helst engu #uskos16
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 9, 2016