Rich Piana sakar fyrrverandi eiginkonu sína, Söru Heimisdóttur, um að hafa gengið í hjónaband með sér til að fá græna kortið í Bandaríkjunum og segir það hafa verið ástæðuna fyrir skilnaði þeirra.
Þetta kemur fram í myndbandi sem Piana birti á YouTube-rás sinni í gær. Vísir greindi fyrst frá.
Sjá einnig: Rich Piana kominn með nýja kærustu, fyrrverandi tengdasonur Íslands finnur hamingjuna á ný
Hann segist vilja halda áfram með líf sitt og að hann sé í hamingjusömu sambandi í dag. Skilnaður þeirra Söru sé þó enn töluvert á milli tannanna á fólki og vill Piana segja frá málinu í eitt skipti fyrir öll.
Hann segir að fjölskylda hans og vinir hafi öll bent honum á að þau Sara hafi aðeins verið búin að vera saman í nokkra mánuði þegar þau gengu í hjónaband. Sögðu þau að hún væri aðeins að þessu til að fá græna kortið.
Þegar ég horfi til baka er mjög augljóst hverjar aðstæðurnar voru, það er skammarlegt fyrir mig að viðurkenna það, að átta mig á því. Hún var 26 ára og ég er 45 ára, aftur, það var svo augljóst að ég trúi því ekki að ég hafi gift mig eftir þrjá mánuði.
Hann segist einnig hafa staðið Söru að þjófnaði, að hún hafi fært peninga hann yfir á aðra reikninga sem tengdust fjölskyldu hennar. „Ég komst að þessu og trúði því ekki. Ég var að gefa svo mikið, eyða svo miklum peningi og breyta öllu lífi mínu fyrir hana. Ég skildi þetta ekki,“ segir Piana.
Skömmu eftir þetta heyrði hann Söru ræða við móður sína í síma. Hann segir að hún hafi aldrei rætt við hana fyrir framan sig og ef þær töluðu saman fyrir framan hann hafi það alltaf verið á íslensku. Þetta pirraði hann.
„Það var þá sem ég komst að því, 100%, að hún væri með mér vegna græna kortsins. Ég get ekki einu sinni útskýrt það sem ég upplifði þá, mér fannst eins og ég gæti ekki andað. Ég var miður mín,“ segir Piana.
Hann ræddi málið við Söru í kjölfarið og bar undir hana grun sinn.
„Ég var miður mín, ég vildi fara að hún færi út, að hún færi. Hún samþykkti loksins að fara og það var ferli, þetta var óþægilegt og við vorum um tíma saman í húsinu þangað til að hún fór að lokum,“ segir Piana.
Hann segir að það hafi verið erfitt að segja fólkinu í kringum sig frá skilnaðinum, þeim sem sögðu honum frá upphafi að hún væri að spila með hann.
Piana segir einnig að ekki hafi verið um hjónaskilnað að ræða, heldur ógildingu hjónabands á fölskum forsendum. Hann skilur ekki af hverju hún notar enn eftirnafn hans en segir það vera undir henni komið.
„Hún mun örugglega finna einhvern annan og giftast honum. Ég veit fyrir víst að hún vill ekki fara aftur til Íslands eftir að hafa búið hér,“ segir Piana að lokum. „Ég vona að næsta manneskja sem hún finnur verði einhver sem hún elskar í raun og veru.
Þegar Piana greindi frá skilnaðinum í lok júlí á þessu ári sagði hann að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða.
Sjá einnig: Rich Piana og Sara Heimis skilja: „Við áttum æðislegt og klikkað ár saman“