Auglýsing

Hillary Clinton tjáir sig eftir tapið: „Þetta er sársaukafullt og verður það í langan tíma“

„Í gærkvöldi hringdi ég í Donald Trump, óskaði honum til hamingju og bauðst til þess vinna með honum fyrir land okkar,“ sagði Hillary Clinton nú fyrir skömmu.

Þetta er í fyrsta skipti sem hún ávarpar bandarísku þjóðin eftir að Donald Trump hafði betur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í morgun. Clinton ávarpaði stuðningsfólk sitt frá New Yorker-hótelinu í New York.

Hún sagðist vonast til þess að Trump yrði árangursríkur forseti. Hún sagði þetta ekki útkomuna sem hún og þau sem stóðu að kosningabaráttu hennar vildu og henni þætti það leitt.

Clinton sagðist finna fyrir stolti og þakklæti vegna baráttunnar sem hún og stuðningsfólk hennar unnu að saman. „Þið endurspeglið það besta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða,“ sagði hún einnig.

„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð. Þetta er sársaukafullt og það verður það í langan tíma,“ sagði hún.

Hún hvatti unga fólkið til að gefast aldrei upp á því að berjast fyrir því sem það telur vera rétt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing