Auglýsing

Íbúar í Ásholti mótmæla harðlega framkvæmdum: „Börn geta ekki farið ein frá og til heimilis“

Börn í Ásholti í Reykjavík hafa ekki getað farið ein til og frá heimilum sínum vegna framkvæmda í nágrenninu að undanförnu. Sífelldar sprengingar og meðfylgjandi hristingur húsa veldur skelfingu íbúa og sveifla kranar þungum hlössum yfir höfðum fólks við heimili þess með tilheyrandi áhættu fyrir líf þeirra og limi.

Þetta kemur fram í bréfi íbúa við Ásholt til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar þar sem þeir gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun um að leyfa hækkun húsa við Mjölnisholt 4, 6 og 8. Greint er frá málinu á vef RÚV.

Í bréfinu segir að um margra ára skeið hafi staðið yfir framkvæmdir í nánasta umhverfi. Þar megi nefna miklar framkvæmdir í Stakkholti, Einholti og við Höfðatorg. Einnig á horni Laugarvegar og Rauðarárstígs. Þá hafi verið byggðar 102 stúdentaíbúðir nánast ofan í Ásholtinu sem valdið hafi miklu ónæði.

Íbúarnir segjast vera alfarið á móti áformum um áframhaldandi framkvæmdir og að ónæðið sem fylgi byggingarframkvæmdum sé yfirgengilegt. Stórvirkar vinnuvélar troðast eftir þröngum götum og kranar sveifli þungum hlössum yfir höfðum fólks við heimili þess með tilheyrandi áhættu fyrir líf og limi íbúa. Í bréfinu er minnt á að fyrir nokkrum mánuðum datt bóma af byggingakrana á svalir í Ásholtinu og braut þær.

Hér má sjá bréf íbúanna

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing