Karlmaður fannst látinn við Grandagarð í Reykjavík í morgun. Vísir greinir frá málinu.
Fjöldi lögreglumanna er á vettvangi. Að sögn lögreglu var það vegfarandi sem fann líkið í morgun og gerði lögreglu viðvart.
Í frétt Vísis segir að lítið sé um upplýsingar að fá frá lögreglu að svo stöddu og því ekki vitað hvað málið sé rannsakað sem sakamál.
Uppfært kl. 10.51
Í frétt mbl.is kemur fram að maðurinn hafi fundist látinn í skurði. Ekki er talið að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti heldur að um slys hafi verið að ræða.
Ekki er ljóst hver maðurinn er. Andlát mannsins er til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglunni.