Auglýsing

Kökumyndband Bjarna Benediktssonar varð til fyrir slysni: „Svo sló það bara í gegn“

Kökumyndband Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem sló eftirminnilega í gegn í kosningabaráttunni varð til fyrir slysni. Þetta kemur fram á Vísi.

Á Vísi er rætt við Håkon Broder Lund, sem er 26 ára jarðfræðinemi og tók myndbandið upp. „Kökumyndbandið átti upprunalega að vera hluti af lengra myndbandi um Bjarna Ben þar sem honum var fylgt eftir í daglegu lífi,“ segir Håkon.

Þegar ég svo tók upp kökumyndbandið sá ég að það hentaði betur sem sérmyndband. Það voru ekki allir sannfærðir um að það væri rétt.

Það stóð ekki einu sinni til að Håkon myndi klippa myndbandið en þar sem sá sem klippti myndböndin í kosningabaráttunni var á ferðalagi gerði Håkon það sjálfur. „Svo sló það bara í gegn,“ segir hann á Vísi.

Þegar þetta er skrifað er myndbandið komið upp í tæplega 200 þúsund áhorf

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing