Auglýsing

Katrín tekur við umboði til stjórnarmyndunar, þarf að hafa hraðar hendur

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur formlega fengið umboð til stjórnarmyndunarviðræðna.

„Þetta er risastórt verkefni sem ég átti ekki endilega von á að félli mér í hlut,“ sagði hún eftir að þetta lá fyrir. Hún segist vera auðmjúk gangvart verkefninu.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, greindi frá þessu á blaðamannafundi á Bessastöðum. Þau hittust á fundi kl. 13.

Örskýring: Af hverju er Bjarni hættur viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn og hvað gerist næst?

Hann sagðist hafa rætt við Katrínu í gær og farið þess á leit við hana að hún myndi leiða viðræður um stjórnarmyndun og varð hún við því.

Guðni sagðist hafa sagt við Katrínu að það þyrfti að hafa hraðar hendur við myndun ríkisstjórnar. Þau ætla að ræða saman um helgina eða í síðasta lagi á mánudag eða þriðjudag og þá mun Katrín greina forseta frá stöðu mála.

Þetta er í fyrsta skipti sem Vinstri græn fá umboð til stjórnarmyndunar í sautján ára sögu flokksins.

Katrín sagði í samtali við fjölmiðla eftir fund þeirra Guðna að hún hafi ekki endilega átt von á þessari niðurstöðu eftir að upp úr viðræðunum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í gær.

Hún mun funda með þingflokki sínum í dag og væntanlega óska eftir því að fá að ræða við formenn allra flokka á Alþingi á morgun.

Sagði hún ekkert launungarmál að hún hafi talað fyrir myndun fjölflokkastjórnar frá miðju til vinstri.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing