Margrét Erla Maack var gestur feðganna Karls Ágúst Úlfssonar og Eyvindar Karlssonar í þættinum Karl Ágúst og sonur á Hringbraut á miðvikudag. Margrét framkvæmdi bragð í þættinum sem snerist um að sprengja blöðru sem var inni í henni. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Sjá einnig: Margrét Maack kennir brjóstadúskasnúning: „Upp með hendurnar og dúa rólega“
Myndbandið er birt með leyfi Hringbrautar og Margrétar. Svipurinn á Karli Ágústi er óborganlegur þegar Margrét gleypir blöðruna en hún treysti svo á feðgana til að framkvæma Heimlich-aðferðina og sprengja blöðruna. Sjón er sögu ríkari!