Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fundar með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á Bessastöðum kl. 10.
Forsetinn mun ræða við fjölmiðla kl. 11. Vísir greinir frá.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem forsetinn hefur sent frá sér.
Örskýring: Stjórnarmyndunarviðræðum slitið vegna þess að Viðreisn vildi ekki hætta skatta
Katrín hefur haft umboð til stjórnarmyndunar í rúma viku. Hún sleit viðræðum Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar á miðvikudag.
Hugsanlegt er að hún hafi tekið ákvörðun um að skila umboðinu til forsetans.