Katrín Jakobsdóttur, formaður Vinstri grænna, hefur skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta Íslands. Þau áttu fund á Bessastöðum kl. 10.Forsetinn mun ræða við fjölmiðla kl. 11.
„Ég náði ekki þeim árangri sem ég hefði vilja ná,“ sagði Katrín. Sagðist hún hafa komist að þeirri niðurstöðu í gærkvöldi að hún myndi „henda inn handklæðinu.“
Örskýring: Stjórnarmyndunarviðræðum slitið vegna þess að Viðreisn vildi ekki hætta skatta
Katrín hefur haft umboð til stjórnarmyndunar í rúma viku. Hún sleit viðræðum Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar á miðvikudag.
Hún sagðist hafa vitað að hún hefði nauman tíma. „Mér fannst mjög mikilvægt að sitja ekki lengur yfir málum ef fólk var ekki visst. Ég vissi að ég hefði nauman tíma,“ sagði hún.
„Nú má hann tala, svo þú,“ sagði Katrín þegar fjölmiðlar töluðu hver ofan í annan á blaðamannafundi eftir fund hennar við forsetann.
.