Íslenskar konur eru hvattar til að sækja um að fá að taka þátt í nýjum ferðaþætti sem verður sýndur á BBC á næsta ári.
„Ef þú ert á krossgötum í lífi þínu og telur að það að setja þig í spor breskrar konur í viku gæti verið hjálplegt, hvetjum við þig til að hafa samband,“ segir einn skipuleggjanda þáttarins.
Ein kona verður valin til að taka þátt. Verður hún send á ótilgreindan stað í Bretlandi og á sama tíma mun bresk kona koma og lifa hennar lífi.
Í um það bil eina viku munu konurnar lifa lífi hvorrar annarrar; verja tíma með vinum og fjölskyldu, prófa áhugamál og kynnast landi og þjóð í gegnum auga „heimamannsins“ ekki ferðamannsins.
Þátturinn verður tekinn upp í byrjun janúar og er gert ráð fyrir að upptökur taki allt að tíu daga.
Áhugasamar konur eru hvattar til að senda nafn þitt, aldur, heimilisfang, hjúskaparstöðu, fjölda barna (ef þau eru til staðar) og stutta lýsingu á ástæðu þess að þær standa á krossgötum í lífinu á netfangið annelibjorns@icloud.com.