Körfuboltaþjálfarinn Pálmar Ragnarsson veltir fyrir sér hvort hægt sé að breyta hugarfari heillar kynslóðar með því að ala börn upp þannig að þau líti jöfnum augum á íþróttir karla og kvenna.
Pálmar framleiddi myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef talað er um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af. Horfðu myndbandið hér fyrir neðan.
„Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft,“ segir Pálmar á Facebook-síðu sinni.
Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir.