Mikil reiði er á samfélagsmiðlum eftir afhjúpun Kastljóss þar sem kom fram að neytendur á Íslandi hafi verið blekktir árum saman. Brúnegg ehf hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna en umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að fyrirtækið hafi aldrei nokkurn tímann að uppfyllt þau skilyrðin sem sú reglugerð setti. Matvælastofnun upplýsti ekki um það.
Viðbrögðin við umfjölluninni eru gríðarleg. Fólk er bálreitt á samfélagsmiðlum og Melabúðin hefur þegar brugðist við með því að taka eggin frá Brúneggjum úr sölu.
Nútíminn tók saman brot af viðbrögðunum á Twitter
Dauð mús, vængbrotnar vansælar hænur með skallabletti og massívar neytendablekkingar. Þið standið ykkur nú vel Brúnegg. #brúnegg
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 28, 2016
Slíkt getur komið fyrir!?! Þetta er ekki lagi. Aldrei aftur #brúnegg #kastljós
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) November 28, 2016
Stjórnvöld hafa vitað af þessum viðbjóði í fleiri ár en við neytendur fáum fyrst að frétta af málinu núna. Takk fyrir ekkert, MAST. #brúnegg
— Kristinn Ingi Jónsson (@kristinnij) November 28, 2016
Eggjabúið sem átti að vera best, var síðan bara verst #brúnegg
— hérerLára (@laratheodora) November 28, 2016
Er í sjokki yfir umfjöllun Kastljóss um #brúnegg ?
— snædískristins (@snaejak) November 28, 2016
Takk fyrir ekkert, MAST #kastljos #brúnegg
— Ari Tómasson (@arito) November 28, 2016
Þessi fréttamaður í Kastljósinu á svo mikið hrós skilið. Yfirvegaður og með allt á hreinu. Fagmennska. #brúnegg
— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) November 28, 2016
Djöfulsins andskotans skíthælar! #brúnegg
— Andrés Fjeldsted (@andresfjeld) November 28, 2016
Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór heldur ró sinni
Ég forðast allt vistvænt, lífrænt og hamingjusamt þegar ég versla. Sef því rólegur í nótt annað en þið.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 28, 2016