Auglýsing

Örskýring: Um hvað snýst eiginlega þetta eggjamál sem allir eru að tala um?

Um hvað snýst málið?

Neytendur hafa verið blekktir árum saman. Þetta kom fram í Kastljósi í gær. Í þættinum kom fram að Brúnegg ehf hafi merkt eggin sín sem vistvæn, án þess að uppfylla skilyrðin reglugerðarinnar og að Matvælastofnun (Mast) hafi ekki upplýst um það.

Þá kom fram að Brúnegg hafi ítrekað brotið lög um velferð dýra og reglugerð um velferð alifugla.

Hvað er búið að gerast?

Á umbúðum eggja sem framleidd eru af Brúneggjum er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð en í Kastljósi var afhjúpað að hænur í eigu fyrirtækisins hafi búið við afar slæman aðbúnað.

Þá kom fram að Matvælastofnun hafi í tæpan áratug haft upplýsingar um að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði sem settu voru fyrir því að merkja vörur sem vistvænar. Þrátt fyrir það voru eggin merkt vistvæn og fólk þannig látið halda að það væri að kaupa vistvæna vöru.

Fyrir þremur árum lét dýralæknir alífuglasjúkdóma hjá Mast atvinnuvegaráðuneytið vita af stöðunni. Mast fékk hins vegar aldrei að vita hvernig hún ætti að bera sig að eftir að málið sofnaði í ráðuneytinu.

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, segir í samtali við RÚV að mistök hafi orðið til þess að málið fór aldrei lengra innan atvinnuvegaráðuneytisins. Þá segist hann orðlaus eftir þáttinn.

Hvað gerist næst?

Krónan, Melabúðin, Bónus og Hagkaup eru hættar að selja egg frá eggjaframleiðandanum Brúneggjum.

Ekki er lengur tekið þar fram á umbúðum eggja frá Brúneggjum að fyrirtækið hafi vistvæna vottun. Merki um vistvæna landbúnaðarafurð er þó enn á eggjabökkunum og á bökknum kemur enn fram að velferð dýra sé höfð að leiðarljósi í framleiðslunni.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing