Fyrirsætan og leikkonan Emily Ratajkowski er afar ósátt ljósmyndarann Jonathan Leder, sem hyggst senda frá sér ljósmyndabók með fleiri en 100 myndum af henni síðar í desemeber.
Emily er fáklædd eða nakin á flestum myndum sem voru teknar fyrir tímarit fyrir fjórum árum. Ljósmyndarinn óskaði ekki eftir leyfi frá henni til að birta myndirnar og hún segir á Twitter að með útgáfu bókarinnar sé hann að brjóta á sér.
„Ég hef staðist að tala opinberlega um myndirnar sem Jonathan Leder hefur sent frá sér til að forðast að gefa honum athygli en nú er nóg komið,“ segir Emily í röð tísta um málið á Twitter.
Þessi bók og myndirnar í henni eru brot. Aðeins fimm af þessum 100 myndum voru notaðar í það sem þeim var ætlað: Í listrænan myndaþátt í tímariti árið 2012.
Emily segist ekki hafa fengið tilkynningu um útgáfu bókarinnar og að hún hafi því ekki veit útgáfunni blessun sína.
„Það er verið að nota þessar myndir í leyfisleysi. Það fer gegn því sem ég stend fyrir: Að konur velji hvenær og hvernig þær deila líkama sínum og kynþokka. Ég samþykkti þetta ekki og fékk ekki greitt,“ segir hún og gefur í skyn að málið muni fara fyrir dómstóla.
My body, my choice.
— Emily Ratajkowski (@emrata) December 1, 2016