Svissneski trúboðinn Simon Ott er mættur til Akureyrar en hann predikaði orð Guðs í verslunarmiðstöðinni Glerártorg í dag. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Simon er 23 ára gamall og keypti sér miða aðra leið til Íslands til þess að prédika á götum úti. Hann er nú á ferðalagi um landið en síðast spurðist til hans í Hnífsdal þar sem hann gekk um göturnar og hrópaði boðskap um íbúar bæjarins væru færu til helvítis.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af Simoni og Angelu Cummings, vinkonu hans fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð í byrjun október. Þau gáfust ekki upp heldur eltu nemendurna frá MH og niður á Klambratún. Simon hélt áfram að predika yfir hópnum.
Angela birti fjölmörg myndbönd þar sem hún öskraði á fólk í miðbæ Reykjavíkur og einn leigubílstjóri fékk nóg og sagði henni að fokka sér.
Sjá einnig: Angela og Simon vilja bjarga Íslandi: „Ég skal segja þér lausnina við vandanum: Ekki stunda kynlíf“
Í dag steig Simon á svið þegar Greta Salóme hafði lokið við að syngja fyrir bæjarbúa. Skemmtikrafturinn Sóli Hólm var á svæðinu og birti myndbandið hér fyrir ofan á Snapchat.
Akureyringar létu sér fátt um finnast á meðan Simon predikaði en á meðal þess sem hann sagði í þrumuræðu sinni var að jólin hefðu ekkert með fæðingu Krists að gera.
Vinalegur öryggisvörður kom svo á svæðið og vísaði honum út af yfirvegun. Hann sneri hins vegar aftur stuttu síðar, búinn að lesa sig við úlpuna, setja á sig húfu og klæddist grænni flíspeysu.