Auglýsing

Vel búnir ferðamenn ganga Laugaveginn (í Reykjavík) með göngustafi og slá í gegn á Twitter

Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur kallast Laugavegur.

Hún er um 54 km löng og er afar vinsæl meðal innlendra sem erlendra göngumanna. Gönguleiðin þykir afar fögur og býður upp á brot af flestu því sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða.

Svo er það Laugavegurinn í Reykjavík.

Fæstir rugla honum saman við hinn Laugaveginn en ferðamennirnir í myndbandinu hér fyrir neðan virðast hafa gert það. Eða það væri allavega fyndið ef það væri ástæðan fyrir því að þeir voru á röltinu, vel búnir og með göngustafi á vinsælustu verslunargötu landsins.

Horfðu á myndbandið, sem hefur slegið í gegn á Twitter, hér fyrir neðan

Andri Fannar Kjartansson deildi þessu skemmtilega augnabliki…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing