Nýlega var opnuð verslun og veitingastaður á Bergsgötunni í Malmö í Svíþjóð. Það eru í sjálfu sér ekki stór tíðindi, nema af því að um er að ræða þjónustu fyrir mýs, ekki menn.
Um er að ræða örsmáar byggingar, byggðar inn í vegg og því er alls ekki víst að allir sem eiga leið um götuna taki eftir þeim.
Búðin heitir Noix de Vie, eða Hnetur lífsins. Í glugga hennar má sjá fjölbreytt úrval hneta sem gætu heillað viðskiptavini.
Við hlið búðarinnar er örsmái ítalski veitingastaðurinn II Topolino, eða Mikki mús. Hægt er að sitja við borð fyrir utan staðinn. Á matseðlinum er ekki margt, aðeins ostur og kex.
Um er að ræða verk listamannsins Anonymouse sem boðar fleiri sambærileg verk á næsta ári.