Auglýsing

Sigurður Ingi vill mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá stjórnarmyndunarumboðið og mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í gær kom í ljós að VG, Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin ætli ekki að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Píratar hafa skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta Íslands sem hyggst ekki láta neinn flokk fá umboðið í bili.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt flokkunum umboð í stærðarröð og Framsókn er næst í röðinni. Sigurður Ingi vill fá umboðið eftir að þingið hefur fengið svigrúm til að klára mikilvæg mál.

„Það er rétt að takist okkur að ljúka þessum málum í þinginu núna þá hafa stjórnmálin fengið svigrúm til að reyna til þrautar að mynda meirihlutastjórn og ég tel að það sé enn möguleiki á slíku en það er ekki á vísan að róa eins og við höfum séð,“ segir hann í samtali við RÚV.

Hann telur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknar yrði mjög öflug.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing