Auglýsing

Krónan vigtar möndlur eftir að Hjörtur Hjartar var svikinn um tæplega 100 gr, líklega einstakt tilvik

Svo virðist sem fréttamaðurinn Hjörtur Hjartarson hafi verið einstaklega óheppinn þegar hann keypti poka með afhýddum möndlum í Krónunni fyrir sörubaksturinn.

Líkt og kom fram í frétt Nútímans um helgina átti pokinn umræddi að vega 250 grömm en þar reyndust aftur á móti aðeins vera 162 grömm af möndlum.

Sjá einnig: Hjörtur Hjartar svikinn um tæplega 100 gr af möndlum, ætlaði að fara að baka sörur

Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupa hjá Krónunni, segir í samtali við Nútímann að gripið hafi verið til aðgerða eftir að þetta kom í ljós um helgina. Búið er að vigta 30 – 50 poka af möndlunum í fjölmörgum verslunum Krónunnar og hafa þeir allir verið jafn þungir og þeir eru sagðir vera.

Krónan lét ekki þar við sitja heldur var einnig haft samband við þann sem pakkar möndlunum fyrir verslanirnar. Hefur hann einnig gert margar prufur sem hafa komið vel út. Þarna virðist því vonandi vera um einstaka tilvik að ræða og kann Sigurður ekki skýringar á því.

Aðspurður segist Hjörtur ánægður með sörubakstur helgarinnar.

Þetta gekk allt saman ljómandi vel, þetta kom ágætlega út miðað við að þetta var í fyrsta skipti sem ég baka sörur. Þær verða fullkomnar eftir tvö til þrjú skipti.

Hjörtur bakar mikið fyrir jólin og er þegar búinn að skella í fjórar sortir.

„Þetta er svona einhver tegund af hugleiðslu, þetta er mín núvitundarhugleiðsla. Bakstur er einfaldur, ef þú kannt að lesa getur þú bakað,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing