Auglýsing

Örskýring: Hvað er að gerast í Aleppo?

Um hvað snýst málið?

Baráttan um borgina Aleppo í Sýrlandi, sem háð hefur verið síðustu fjögur ár, er á lokastigi. Stjórnarherinn er alveg að ná borginni á sitt vald.

Hvað er búið að gerast?

Vorið 2011 mótmæltu margir í Mið-Austurlöndum spilltum stjórnvöldum, einræði, brotum á mannréttum. Mótmælin hafa verið kölluð arabíska vorið.

Í Sýrlandi var ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta landssins, mótmælt og kom til borgarastyrjaldar í kjölfarið. Hún hefur verið háð í fjögur ár og er talið að hátt í hálf milljón manna hafi látið lífið.

Uppreisnarmenn vilja steypa Assad af stóli. Þeir hafa ráðið yfir austurhluta Aleppo í fjögur ár, eða frá 2012. Uppreisnarmenn eru meðal annars studdir af Bandaríkjamönnum, Sádí-Aröbum og Tyrkjum

Stjórnarher forsetans vill ná yfirráðum yfir Aleppo. Herinn er meðal annars studdur af Rússlandi.

Sýrlenski stjórnarherinn ræður núna yfir rúmlega 90% af borginni Aleppo í Sýrlandi og er baráttan um borgina komin á lokastig.

Í gær, þriðjudaginn 13. desember, sömdu Rússar og Tyrkir um vopnahlé og að almennir borgarar og uppreisnarmenn yrðu fluttir frá borginni við sólarupprás.

Stjórnarherinn batt enda á vopnahléið með sprengjuárásunum í morgun.

Hvað gerist næst?

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segist gera ráð fyrir að uppreisnarmenn gefist upp á næstu tveimur eða þremur dögum.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing