Um hvað snýst málið?
Baráttan um borgina Aleppo í Sýrlandi, sem háð hefur verið síðustu fjögur ár, er á lokastigi. Stjórnarherinn er alveg að ná borginni á sitt vald.
Hvað er búið að gerast?
Vorið 2011 mótmæltu margir í Mið-Austurlöndum spilltum stjórnvöldum, einræði, brotum á mannréttum. Mótmælin hafa verið kölluð arabíska vorið.
Í Sýrlandi var ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta landssins, mótmælt og kom til borgarastyrjaldar í kjölfarið. Hún hefur verið háð í fjögur ár og er talið að hátt í hálf milljón manna hafi látið lífið.
Uppreisnarmenn vilja steypa Assad af stóli. Þeir hafa ráðið yfir austurhluta Aleppo í fjögur ár, eða frá 2012. Uppreisnarmenn eru meðal annars studdir af Bandaríkjamönnum, Sádí-Aröbum og Tyrkjum
Stjórnarher forsetans vill ná yfirráðum yfir Aleppo. Herinn er meðal annars studdur af Rússlandi.
Sýrlenski stjórnarherinn ræður núna yfir rúmlega 90% af borginni Aleppo í Sýrlandi og er baráttan um borgina komin á lokastig.
Í gær, þriðjudaginn 13. desember, sömdu Rússar og Tyrkir um vopnahlé og að almennir borgarar og uppreisnarmenn yrðu fluttir frá borginni við sólarupprás.
Stjórnarherinn batt enda á vopnahléið með sprengjuárásunum í morgun.
Hvað gerist næst?
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segist gera ráð fyrir að uppreisnarmenn gefist upp á næstu tveimur eða þremur dögum.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.