Ef ekkert óvænt kemur upp á síðustu stundu ætti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að taka við völdum eftir nokkra daga.
Þessu heldur Hringbraut fram á vefsíðu sinni.
Þar segir að formennirnir hafi ræðst mikið við bæði formlega og óformlega og er talið að þeir hafi náð saman um meginatriði stjórnarsáttmála.
Heimildir Hringbrautar úr Sjálfstæðisflokknum herma að einu ráðuneyti verði bætt við og það verði ferðamála- og samgönguráðuneyti. Þá verða ráðherrarnir ellefu talsins og er talið að Sjálfstæðisflokkur fái sex sæti, Viðreisn fjögur og Björt framtíð tvö.
Þá telur Hringbraut sig hafa heimild fyrir því að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, Kristján Þór Júlíusson forseti Alþingis, Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Haraldur Benediktsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir félagsmála-og húsnæðisráðherra.