Auglýsing

Bóndi á Staffelli á Fljótsdalshéraði grillaði hamborgarhrygginn þar sem rafmagnslaust var á bænum

Gripið var til þess ráðs á Staffelli á Fljótsdalshéraði í gærkvöldi að grilla hamborgarhrygginn. Rafmagnslaust var eftir að margir rafmagnsstaurar brotnuðu vegna vonskuveðurs og ísingar á Þorláksmessukvöld.

RÚV greinir frá þessu.

Rafmagn fór af á um 40 bæjum og um klukkan níu í gærkvöldi var rafmagn komið á alla bæi, nema á Staffelli.

Eiríkur Egill Sigfússon, bóndi á Staffelli, segir í samtali við RÚV að verkin á bænum hafi fengið áfallalaust fyrir sig í rafmagnsleysinu á aðfangadag. Annað kom á daginn þegar til stóð að elda hátíðarmatinn.

„Svo þegar koma að því að jólin kæmu og svona þá var nú bara til lítil rafstöð sem var hægt að bjarga sér eitthvað. Svo var nú bara hryggurinn settur á grillið úti.“

En hvernig er hryggurinn grillaður?, spyr fréttamaður RÚV. 

„Ja, konan sá um það. Hún er snillingur í svoleiðis. Ég er ekki mikið inni í því,“ segir Eiríkur í samtali við RÚV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing