Auglýsing

Myndband: Martröð Mariuh Carey í beinni útsendingu, strunsaði af sviðinu eftir að allt fór í rugl

Allt fór úrskeiðis þegar Mariah Carey kom fram á áramótafögnuði á Times Square í New York í gær. Tæknilegir örðuleikar urðu til þess að henni tókst ekki að flytja smellinn Emotions og vandræðin héldu áfram þegar hún ætlaði að flytja We Belong Together. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Í Emotions virtist Mariah eiga í erfiðleikum með að háu nóturnar ásamt því að flutningur hennar virtist ekki í samhengi við undirspilið. Í We Belong Together gafst hún upp á söngnum á meðan lagið hélt áfram en þá kom í ljós að hún var að mæma.

Allt gerðist þetta í beinni útsendingu. Mariah Carey er ein stærsta poppstjarna allra tíma og var síðasta atriðið á svið fyrir miðnætti í þættinum Dick Clark’s New Year’s Rockin’ Eve með Ryan Seacrest. Hún var nýbúin að ljúka við flutning á þjóðlaginu Auld Lang Syne þegar allt fór að klikka.

https://youtu.be/UkTy_vSPkWc

„Við heyrum ekkert,“ sagði hún þegar Emotions hófst en milljón manns voru saman komin í Manhattan til að horfa á kúluna frægu gefa til kynna að nýtt ár væri gengið í garð.

Mariah sagði áhorfendum að engin almennileg hljóðprufa hafi farið fram áður en hún steig á svið. „Við syngjum bara. Þetta fór á toppinn,“ sagði hún stolt um lag sitt.

En lagið olli henni erfiðleikum og annað hvort gat hún ekki tekið háu nóturnar eða flutti lagið einfaldlega illa. „Það vantar einhverjar raddir. En svona er þetta. Leyfum áhorfendum að syngja,“ sagði hún.

Myndavélarnar beindust að áhorfendum á meðan Mariah reyndi að dansa með. „Ég er að reyna að spila með hérna,“ sagði hún og áhorfendur fögnuðu þegar lagið var búið. „Þetta var … Stórkostlegt,“ sagði Mariah.

Hún virtist svo ætla að ná sér á strik í We Belong Together áður en allt byrjaði að klikka á ný og hún hætti að syngja. Lagið hélt þó áfram og söngurinn hennar líka. „Þetta verður ekki mikið betra,“ sagði Mariah og yfirgaf sviðið.

Óvíst er nákvæmlega hvað olli vandræðunum en Mariah tók þessu af auðmýkt og tísti í kjölfarið: „Shit happens“.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing