Hætt var við hópferð Íslendinga HM í handbolta sem hefst í Frakklandi í næstu viku þar sem þátttakan var ekki nógu góð. Framkvæmdastjóri HSÍ veltir fyrir sér hvort gott fótboltasumar sé ástæðan. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Hópferð á fyrstu þrjá leikina á HM var auglýst í haust. Beint flug með Icelandair til Metz var í boði og til stóð að gista í þrjár nætur. Hætt var við ferðina fyrir jól. „Það var einfaldlega vegna þess að það náðist ekki nógu mikil þátttaka,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við RÚV.
Ég veit ekki hvort þetta er afleiðing af frábæru fóltboltasumri. Samstarfsaðilar sem hafa verið að fara með okkur þessar ferðir undanfarin ár kipptu að sér höndum. Það vantaði þann massa til þess að þetta gengi upp.
RÚV greinir frá því að í staðinn hafi önnur ferð verið skipulögð þar sem flogið er með áætlunarflugi.