Auglýsing

Maðurinn sem breytti Hollywood í Hollyweed gefur sig fram, vildi opna umræðuna um kannabis

Maðurinn sem breytti Hollywood-skiltinu í Hollyweed-skiltið á nýársnótt hefur verið handtekinn af lögreglunni í Los Angeles. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu ásamt lögmanni.

Hinn þrítugi Zachary Cole Fernandez segir markmiðið hafa verið að reyna opna umræðuna um kannabisefni nú þegar efnin hafa verið lögleidd í Kaliforníuríki en atkvæðagreiðsla fór fram samhliða forsetakosningunum í nóvember.

Zachary segist hafa haft mann með sér í þessu sem þurfti að gera rannsókn á skiltinu til þess að ákvarða hversu stórar ábreiðurnar þurftu að vera til þess að breyta tæplega 14 metra háum O-unum í E og segir verkið hafa tekið tvo tíma.

Hann verður einungis ákærður fyrir að hafa farið inn á lóð í leyfisleysi en hann var ekki ákærður fyrir skemmdarverk þar sem skiltið varð ekki fyrir neinum skemmdum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing