Auglýsing

Spotify býður Barack Obama starf, leita að starfsmanni sem hefur unnið Nóbelsverðlaun

Sænska tónlistaveitan Spotify hefur boðið Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, starf hjá fyrirtækinu. Um er að ræða óformlegt boð eftir að Obama grínaðist með það að hann vonaðist eftir því að fá starf hjá Spotify þegar hann yfirgefur Hvíta Húsið.

Obama notar Spotify en árið 2015 hóf hann að deila uppáhalds tónlistinni sinni á sérstökum forsetalagalista á tónlistarveitunni.

Daniel Ek, stjórnarformaður Spotify, birti á dögunum starfsauglýsingu þar sem kröfurnar til umsækjenda eru sérsniðnar að reynslu Barack Obama

Í auglýsingunni kemur meðal annars fram að umsækjandi þurfi að búa yfir minnst átta ára reynslu sem þjóðarleiðtogi ásamt því að þess er krafist að umsækjandi sé vinalegur og hlýr í framkomu.

Loks þarf umsækjandinn að hafa unnið til Nóbelsverðlauna. Ljóst er að fáir geta uppfyllt skilyrðin nema Bandaríkjaforsetinn vinsæli.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing