Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirlið íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var skiljanlega pirraður eftir tap Íslands gegn Spánverjum á HM í handbolta í gær. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á Rúv, spurði Guðjón Val hvort að Íslendingar þyrftu ekki að stytta „gamla, vonda slæma kaflann“ brást hann við með því að biðja Þorkel um að byrja ekki á þessu. „Gerðu það fyrir mig,“ sagði hann.
Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur.
Logi Geirsson sagði svo í umræðum um leikinn á RÚV að Guðjón yrði að þola þetta. „Þetta var slæmur kafli. Það kemur vondur kafli hjá okkur og hann gerir út af við okkur,“ sagði hann.
„Það er hárrétt að spyrja þessarar spurningar. Það kemur 6-0 kafli hjá okkur. Sá sem segir að það kemur ekki slæmur kafli, hann verður að endurskoða eitthvað.“
Strákarnir sýndu flotta takta í leiknum í gær og áttu frábæran fyrri hálfleik. Spánn er hins vegar með gríðarlega sterkt lið og náði að sigla sigrinum í höfn. Ísland mætir Slóveníu í næsta leik á HM á morgun.
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan
Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv „Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017