Franski fjölmiðlar greina frá því í dag að landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sé týndur. „Sigþórsson er ekki fundinn“ er fyrirsögn franska blaðsins L’Équipe. Fótbolti.net greinir frá málinu.
Kolbeinn var á síðasta ári lánaður frá franska liðinu Nantes til Galatasaray í Tyrklandi en náði ekkert að leika með liðinu vegna hnémeiðsla.
Í umfjöllun L’Équipe kemur fram að Kolbeinn hafi ekki komið til Frakklands eftir að lánasamningnum við Galatasaray var rift í desember. Þá segir að Kolbeinn hafi farið til Íslands og að Franck Kita, framkvæmdastjóri Nantes, hafi aðeins náð að ræða örlítið við Andra Sigþórsson, bróður og umboðsmann Kolbeins.
Waldemar Kita, stjórnarformaður Nantes, segir að Kolbeinn geri alltaf það sem honum sýnist. „Við báðum hann um að koma til Nantes og gangast undir læknisskoðun. Við getum ekkert gert — hann biður ekki einu sinni um að fá útborgað.“
Loks segir að franskir og íslenskir fjölmiðlar reynt að ná í Kolbein og Andra án árangurs.