Auglýsing

Donald Trump vill funda með Vladimir Putin í Reykjavík

Donald Trump vill funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands, í Reykjavík eftir að hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á forsíðu breska dagblaðsins Sunday Times í fyrramálið.

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að með þessu vilji hann feta í fótspor Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan sem funduðu hér á landi árið 1986.

Í fréttinni kemur einnig fram að fundurinn myndi fara fram aðeins nokkrum vikum eftir að Trump tekur við embætti og að hann vilji ræða við Putin um að draga úr kjarnorkuvopnaeign ríkjana.

Loks kemur fram að starfsfólk Trump hafi rætt við bresk yfirvöld um að Reykjavík myndi henta sem staður til að hefja samræður Rússlands og Bandaríkjanna á ný.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing