Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið sem starfsmaður fyrirtækis í Hlíðarsmára í Kópavogi tók á leigu í gær.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Nútímann að lögregla hafi lagt hald á rauða Kia Rio bifreið í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttir.
Hann vill ekki greina frá því hvort um bílaleigubíl sé að ræða eða bíl í einkaeigu.
Sjá einnig: Eftirlitsmyndavélar sýna Birnu á gangi eins síns liðs í miðbænum
Hann getur ekki staðfest að þetta sé bíllinn sem leitað hefur verið að en lýst var eftir bíl af þessari gerð í gær. Þá vill Grímur ekki útiloka að lögreglan muni leggja hald á fleiri bíla.
Líkt og áður hefur komið fram sást til rauðrar Kia Rio bifreiðar á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast, eða kl. 5.25 aðfaranótt laugardags.
Grímur sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að lögrelgan sé með tæmandi lista frá umboðinu yfir þessa gerð bíla og lit. Hann sé árgerð 2015 og fimm dyra, en um 126 bíla sér að ræða.